Í fallegu uppgerðu húsi í Belgíu, býr þriggja manna fjölskylda.
Húsfreyjan safnar antík munum alls staðar úr Evrópu og tekst að raða hlutunum einstaklega vel saman. Hún blandar nýjum húsgögnum við þau gömlu og eins með innréttingarnar. Eldhúsið er mjög nýtískulegt en passar samt ótrúlega vel við allt hið gamla í húsinu.
Húsið hefur skemmtilegan blæ og eins og húsfreyjan sjálf vill meina þá má líkja því við safn. Safn þar sem stendur að vísu ekki “please do not touch” eða vinsamlegast snertið ekkert. Því þarna má sannarlega koma við allt.
Það er algjört augnakonfekt að skoða myndirnar úr þessu húsi, svo njótið vel!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.