Íbúðin er staðsett á besta stað í stóra eplinu New York með þrusu gott útsýni. Innréttingarnar og húsgögnin vel valdin til að passa sem best við kvistana í loftinu og múrveggina.
Múrveggirnir koma ótrúlega vel út og hvíti liturinn spilar stórt hlutverk á móti annars frekar þungum múrsteinum.
Takið eftir hvað gluggarnir njóta sín vel með múrsteinsvegginn í kringum sig en múrveggurinn er á öllum útveggjum hússins. Hinir veggirnir hafa verið gerðir upp og eru nú nýjir og fínir. Gaman samt að halda múrsteinunum því þeir gefa heildinni svo áberandi mikinn karakter.
Barnaherbergið er uppáhaldið mitt í þessari annars fallegu íbúð. Húsgögnin eru hvít og rómantískt á móti dökkum viðarkvistum og múrsteinsveggnum. Mottan á gólfinu er líka alveg meiriháttar, smá svona ljónakraftur inn í annars ferlega krúttlegt herbergi
Ekta amerísk hönnun á ferð með smá skandinavískri blöndu
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.