Eames stólarnir eru ein frægasta stólahönnun í heimi en stólarnir voru hannaðir af þeim Charles og Ray Eames árið 1948 og urðu strax vinsælir.
Í dag má sjá þá á heimilum, frægum byggingum og söfnum. Eins eru þeir vinsælir á vinnustaði. Hérna eru nokkrar myndir af stólunum við borðstofuborð, en einnig eru þeir mjög smart þegar þeir eru notaðir stakir inn í herbergi, bæði hjónaherbergi og barnaherbergi. Hægt er að fá þá í nokkrum litum sem allir eru fágaðir og klassískir.
Einstaklega fallegir stólar með mikinn karakter!

Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.