Fyrir 50 árum var starfrækt verksmiðja í þessu brjálæðislega flotta húsi.
Breytingin er alveg meiriháttar og í raun er þetta hús eitt af mínum uppáhalds húsum þegar kemur að hönnun: Litavalið, húsgögnin, efnin á gólfi og veggjum samsvara sér svo vel og ná þessum vá-faktor sem flestir vilja ná án þess að ofgera hlutunum. Nude litir á móti hreinum hvítum tónum, alveg meiriháttar flott!
Svo ég minnist nú ekki á tímalausu hönnunina í húsgögnunum en þarna má til dæmis sjá Eggið, Svaninn og Eames í sama rými eins og ein stór, hamingjusöm fjölskylda. Arinninn er mjög flottur en hann snýr bæði inn í stofuna og líka inn í borðstofuna. Þannig er hann notaður til að brjóta miðrýmið upp og skilja það í sundur. Kemur ótrúlega vel út.
Falleg og vönduð hönnun hér á ferð! Dásemd…
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.