Ég hef tekið eftir því undanfarið að guli liturinn er að spila stórt hlutverk í innanhússhönnunar-heiminum enda er þetta mjög skemmtilegur og upplífgandi litur…
…Það þarf ekki að vera flókið að hressa upp á heimilið!
Neon-gult stofustáss eða einn fölgulur veggur getur gert allt sem gera þarf ! Hér fyrir neðan er smá hugmyndabanki en myndirnar koma úr öllum mögulegum áttum!
Flottur litur….og svo er hann sagður örva taugakerfið og virkja minnið!
Guðný Hrönn Antonsdóttir útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 með B.A í Myndlist. Árið 2012 kláraði hún svo Tísku- og auglýsingaljósmyndun í Fashion Academy Reykjavík. Hún er fædd í október 1988 og hefur ótæmandi áhuga á tísku, förðun, myndlist og shitzu hundum.