Húsið er staðsett í suður Frakklandi, við einkaströnd og með stórri sundlaug – dæs*
Í húsinu eru sex herbergi og fjögur baðherbergi hvert öðru fallegra en mikið er um ljósa og létta tóna varðandi litaval á húsgögnum og innréttingum. Húsgögnin í stofunni eru valin með það í huga að minna á litina á ströndinni, léttir og ljósið með smá dass af bláu í stíl við hafið. Blái liturinn er einnig í öðrum rýmum hússins til að tengja heildina saman.
Svefnherbergin eru með léttum og ljósum húsgögnum nema eitt þeirra, en það er hannað í rokkaralegum stíl fyrir ungling heimilisins. Herbergið sker sig örlítið úr miðað við hin rýmin í húsinu en það er samt alveg svakalega flott.
Á neðstu hæðinni er stór og rúmgóður líkamsræktarsalur með öllu því helsta sem þarf við góða líkamsrækt. En auðvitað er líka hægt að skella sér í sund á góðum degi því stór og góð sundlaug er fyrir utan, með útsýni yfir strönd og sjó.
Svakalega falleg eign á æðislegum stað (ein að láta sig dreyma) Væri svo mikið til í að eyða sumrinu 2014 á stað sem þessum! Þaggi?
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.