Íbúðin er aðeins 60 fermetrar að stærð en nýtist ótrúlega vel. Skipulagið á henni er mjög gott og hver fermeter nýttur vel. Innréttingarnar eru hvítar og stórir gluggar hleypa náttúrulegri birtu inn sem “stækkar” heilmikið.
Vel skipulögð forstofa með skápaplássi og skrifstofu. Skrifborðið sjálft er lítið og nett en það er heildar galdurinn þegar innrétta á litlar íbúðir. Það er að nota pen húsgögn sem gleypa ekki rýmið. Eins er nauðsynlegt að nota létta liti og nýta birtuna frá gluggunum sem best. Sem sagt ekki loka á birtuna með þungum dimmum gluggatjöldum, nota frekar léttar gardínur sem falla vel inn í heildina.
Þessi fallega íbúð er í skandinavískum stíl, mikið um hvítt, grátt og svart og kemur litasamsetningin mjög vel út. Stóra heimskortið setur líka sinn svip á íbúðina en það er staðsett fyrir ofan matarborðið. Takið eftir staðsetningunni á kortinu, en það er haft frekar ofarlega svo lofthæðin virkar hærri á heildina litið.
Ferlega sæt íbúð undir súð með frábærum hugmyndum um góða nýtingu á litlu plássi
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.