Það er fátt notalegra en að gleyma sér yfir góðri bók og hverfa inn í undraheima skáldsagnarlistarinnar.
Þetta verður þó enn betri upplifun ef þú átt sérstakan les-stól eða lestrarhorn heima hjá þér. Svona lítið afdrep inni á heimilinu þar sem hægt er að lesa í ró og næði.
Hér gefur að líta nokkur falleg leshorn eða bókasöfn ekta bókaorma sem láta sér annt um þennan hluta lífsins. Sérlega flottur er fataskápurinn sem var breytt í bókasafn. Með ekta bókasafnsstiga og öllu.
Kannski fæðist hér hugmynd fyrir heimilið þitt?

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.