Skartgripahönnuðurinn Marie-Hélène býr í litríkri og skemmtilegri íbúð í New York borg. Íbúðin er staðsett er á besta stað á Manhattan, Upper East side hverfinu rétt við Central Park.
Blái liturinn er allsráðandi í allri íbúðinni. Þrátt fyrir að litaþemað sé frekar einfalt tekst henni að lífga skemmtilega upp á það með fjólubláum stólum, kollum og púðum auk þess að hafa örlítið af gylltum fylgihlutum til skrauts. Húsgögn úr gleri eru áberandi og ófáir speglar hanga á veggjum. Takið eftir ljósakrónunni í loftinu, æðisleg!
Fabulous veggfóður á baðherberginu. Bláa sápan setur svo punktinn yfir i-ið til að hafa þetta allt saman í stíl við heildarmynd íbúðarinnar.
Að sjálfsögðu er blái liturinn líka í aðalhlutverki í svefniherberginu. Glernáttborð, spegill á vegg og fjólubláir púðar. Öll herbergin í stíl. Svolítið ævintýraleg og skemmtileg íbúð hjá Marie-Hélène.
Eydís Halldórsdóttir er viðskiptafræðingur að mennt. Fædd og uppalin í Eyjum, hefur verið búsett í Reykjavík síðustu ár en býr nú í Barcelona þar sem hún stundar mastersnám og nýtur lífsins. Tíska og hönnun er hennar helsta áhugamál. Eydís er tvíburi samkvæmt speki stjarnanna, fædd í maí 1990. Mail: eydishalldors@gmail.com