Í Toronto, Kanada má finna þessa ofurfallegu íbúð
Eigendur hennar hafa góðan smekk fyrir flottri hönnun og blanda fjölbreyttum stólum saman á listagóðan hátt en slíkt getur komið mjög fallega út við borðstofuborð.
Íbúðin var áður iðnaðarhúsnæði og sést það vel á lofthæðinni. Lofthæðin er nýtt vel með áberandi smart lýsingu. Þar er nokkrum týpum ljósa blandað saman og útkoman er algjört lostæti fyrir augun.
Gaman er að sjá grænu stólana en þeir brjóta vissulega upp heildina og gefa henni mikið. Eins og loftljósin, takið endilega eftir þeim, í eldhúsinu er kristalsljósakróna og yfir borðstofuborðinu sem er frekar hrátt viðarborð eru þessi fallegu loftljós í nokkrum stærðum og gerðum.
Baðherbergið er flísalagt að hluta og vinna tveir ólíkir litir flísanna vel saman. Dökki liturinn á sturtusvæðinu gefur baðherberginu ákveðna dýpt og hlýleika.
Íbúðin er samsett af ótrúlega fallegum húsgögnum, litum, formum og skemmtilegheitum. Margar góðar hugmyndir hér.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.