Sænski smiðurinn Pär Ottoson segir pastelliti gera sig hamingjusaman. Hann býr ásamt konu sinni og tveimur börnum í Malmø en í þau þrjú ár sem þau hafa búið í þessari íbúð hafa þau málað og veggfóðrað átta sinnum.
„Ætli við séum ekki bara frekar eirðarlaus þegar kemur að innréttingum,” segir Pär í samtali við hið danska Boligmagasin.
Kona hans, Lovisa Ovesen, starfar sem verslunarstýra í HM og sjálf er hún ekkert minna fyrir pastel, – en Pär segir litina lífga upp á hversdagsleikann.
Hann skýrir jafnframt að eirðarleysi þeirra hjóna spretti ekki af leiðindum heldur einskærri forvitni yfir að sjá hvernig hugmyndin kemur út eftir að henni hefur verið hrint í framkvæmd.
„Eftir að við höfum horft á sama sófann í einhvern ákveðinn tíma þá örvar hann okkur ekki lengur. Þannig að okkur fer að langa í nýja, sjónræna örvun. Heimilið okkar á ekki að vera eitthvað safn sem er frosið í tíma og rúmi, það er hluti af okkur sjálfum. Þessvegna er það sífellt að breytast,” segir hann.
„Barnaherbergin eru fullkomin fyrir tilraunastarfsemi,” segir Pär sem dreymir um að fá að taka heimili í gegn hjá öðru fólki.
„Þegar maður er klikk í barnaherbergi þá er auðveldara að dreifa hugmyndaflæðinu um íbúðina, svona í kjölfarið. Það er hvort sem er alltaf hægt að breyta þessu aftur, en í sannleika sagt, þá fáum við bara alltaf nýjar og nýjar hugmyndir.”
Smelltu til að stækka myndirnar í galleríinu.
(Myndir: Monica Bach fyrir Boligmagasinet).
7 einfaldar DIY hugmyndir að hætti Pärs og Lovisu:
1. Úðaðu vasa, postulín og lampafætur í litum sem þú ert hrifin af.
2. Gerðu klippimyndir með úrklippum úr blöðum, bókum, glimmeri og litum.
3. Saumaðu blúndur á viskustykkin.
4. Gerðu minnistöflu úr mdf plötu, mynstruðu efni og heftibyssu.
5. Settu veggfóður eða skemmtilegt efni/pappír utan um dósir og notaðu undir penna og blýanta heima hjá þér eða á skrifstofunni.
6. Hresstu gamla kommóðu við með málningu eða sandpappír. Þú getur líka notað veggfóður. Mundu bara að bera vatnsbaserað lakk yfir í tvær umferðir til að láta það halda sér betur.
7. Settu nýja fætur undir kommóðuna, borðið eða sófann.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.