Það liggja núna margar vinkonur okkar í bókinni 50′ shades of gray (og snúa bakinu í bóndann á meðan) en á sama tíma fær þessi nothæfi litur uppreisn æru inni á heimilinu.
Grái liturinn er kannski ‘boring’ fyrir mörgum en hann getur haft með sér afar fágað og flott yfirbragð sem nýtur sín bæði innandyra og utan og við margskonar aðstæður eða í ólíkum herbergjum. Grái liturinn er t.d. sérlega góður sem bakgrunnur fyrir aðra og bjartari liti. Svolítið eins og ‘nude’ litur eða ‘beige’.
Kíktu á þetta skemmtilega gallerí þar sem grái liturinn nýtur sín í miklu eða minna magni.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.