Alveg hreint elska ég fallega hönnun. Hluti sem gera heimilið hlýlegra og eins hluti sem falla aldrei úr tísku.
Ég var beðin um að skrifa um 5 uppáhalds snyrtivörurnar mínar í dag og mér er það lífsins ómögulegt! Hreinlega út af því að ég á miklu meira en 5 uppáhalds snyrtivörur sem ég nota dags daglega og get ekki valið þær 5 bestu (trúðu mér ég reyndi!) svo ég ákvað að velja 5 uppáhalds hluti sem mig langar í akkurat núna inn á heimilið mitt.
1. Fuzzy
Þessi kollur er í algjöru topp 100 hjá mér varðandi fallega íslenska hönnun! Er alveg viss um að heimilið mitt myndi glitra af gleði ef ég ætti eitt svona stykki.
2. Klas
Fléttuð gólfmotta úr plasti (fæst í Kokku á Laugaveginum). Þvílíkt fallegar mottur og eru mynstrin alveg æðisleg! Þessi motta myndi gera MIKIÐ fyrir eldhúsgólfið heima hjá mér.
3. Kubus skál
Bróðir Kubus kertastjakans sem heldur alltaf sínum yndislega minimalíska stíl. Nýkomin á markaðinn og mig bara bráðvantar eitt svona stykki á borðstofuborðið mitt. (smá hint til familíunnar…jólin nálgast)
4. Iittala bakki.
Þessi er splunkunýr frá Iittala. Hrein unun að horfa á. Sé hann fyrir mér með uppáhaldsostinum mínum, vínberjum og slatta af ljúffengu kexi. Brjálæðislega rómantískur og sætur!
5. Kubus kertjastjakinnn
Og síðast en ekki síst…Kubus kertastjakinn, skil nú ekkert í mér að eiga hann nú ekki þegar. En hann er á innkaupalistanum næstu misserin. Þessi kertastjaki er bara mubla! Fer aldrei úr tísku og er alltaf jafn smart!
Listinn minn er að vísu miklu lengri því mig langar endalaust í fallega hönnun. Þess vegna er ég heppin að geta unnið við það sem vekur mesta áhuga hjá mér og það er að hanna heimili fyrir aðra.
Kíktu á Mio design ef þig vantar aðstoð við útlit heimilisins.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.