Til að nýta sumarið sem best er ekki verra að eiga huggulegan sælureit heima hjá sér. Þó að sumarið hafi varla komið og sé eiginlega farið þá er alltaf gaman að skoða flottar hugmyndir fyrir pallinn.
Hvernig hægt sé að nýta útisvæðið sem best og gera það að vistlegum stað fyrir alla fjölskylduna. Hér skipta smáatriðin máli og auðvelt er að búa til sælureit með fallegum fylgihlutum.
1. Huggulegt skjólstætt horn
…fyrir borð og stóla – ekki verra ef þú hefur aðstöðu til að búa til útieldhús eða staðsetja grillið á flottum stað.
2. Stórt og fallegt borð…
…til að bjóða allri fjölskyldunni í mat nú eða vinunum/nágrönnunum. Staðsetja það við há tré svo það sé skjól í kringum það en gæta þess þó að sólin nái til okkar. Fallegir blómapottar setja síðan punktinn yfir i-ið.
3. Útiarinn…
…gerir útisvæðið hlýlegra og hægt er að nýta kvöldsólina mun betur við snarklandi eld. Rómantískt og fallegt.
4. Yfirbyggt svæði…
…er algjör snilld. Sófasvæðið er smíðað úr afgangs timbri og viðarpallettum. Hérna er rétta svæðið fyrir kertaluktir, kertaljós og mjúka púða. Algjör sælureitur!
5. Flottir fylgihlutir…
….eru algjör nauðsyn ef þú vilt gera útisvæðið huggulegt og sjarmerandi. Veldu létta sumarlega liti eða ljósa tóna. Garðurinn/pallurinn þarf ekki að vera stór til að búa til algjöran sælureit á honum.
Nú er sumarið senn á enda en það er þó ekki vitlaus hugmynd að nýta útsölurnar á útihúsgögnum núna og undirbúa sig fyrir næsta sumar. Því við hljótum að fá enn betra sumarveður næsta sumar en var núna!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.