IKEA myndahillurnar eru ótrúlega einföld og skemmtileg hönnun sem hægt er að nýta á margvíslegan máta.
Það er að segja, ekki bara undir myndir heldur líka fyrir margt annað. Hér eru 18 snilldarhugmyndir um hvernig má nota þessar ódýru og skemmtilegu hillu. Hvort sem er á heimilið eða vinnustaðinn.
Börnin eru eflaust líklegri til að taka bækurnar niður ef myndirnar blasa svona skemmtilega við.
Ertu með snyrtistofu eða bara svakalega mikil pjattrófa? Þá er þessi uppsetning á naglalökkum mjög skemmtileg pæling. Athugaðu að það er búið að saga hilluna aðeins niður og minnka hana.
Fráleggsborð fyrir töskur og lykla í netta forstofu.
Hér er hillan sett á hvolf yfir ofni.
Mosagróður, fyrir þá allra hörðustu.
Parað með fatahengi í svefnherberginu. Mjög sniðugt. Skartið á hilluna og fötin á snagann.
Fyrir lengra komna… sem hjólastandur.
Fyrir fallegu diskana frá ömmu gömlu, eða bara plein hvíta.
Í unglingaherbergið, undir skart og fínerí.
Sem hilla á baðið. Muna bara að mála yfir eða sprauta með málningu sem þolir vel raka.
Í saumaherbergið eða vinnuherbergi.
Í eldhúsið, fyrir matreiðslubækurnar.
Í lítið og sætt eldhús þar sem fólki finnst gott og gaman að fá sér te.
Á veitingastaðinn… eða ef þú ert hrikalega mikið fyrir krukkur.
Í barnaherbergið eða leikskólann.
Og að lokum, aftur sem fatahengi í svefnherbergið, svo þetta liggi nú ekki allt á gólfinu.
[heimild: apartmenttherapy]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.