Það eru endalausir möguleikar í boði þegar kemur að barnaherbergjum enda mega herbergin vera litrík og lifandi.
Veljið uppáhaldsliti barnsins og setjið þá saman. Til dæmis ljós bleikt, dökk bleikt og hvítan. Þá er hægt að búa til stemningu í herberginu með því að velja púða, gardínur, myndir á veggina, lit á veggi í samræmi. Passið að hafa litina ekki nákvæmlega eins, heldur frekar að nota liti sem passa vel saman.
Einnig er sniðugt að mála myndir á veggina, til dæmis kastala, fótbolta, spiderman, fiðrildi og blóm. Sænguföt og rúmteppi eru líka falleg í sömu litapallettu og er allsráðandi í herberginu. Veljið liti sem passa saman. Skemmtilegt er einnig að setja gömul föt (smábarna) af barninu í ramma eða á herðatré og láta hanga á vegg í herberginu. Til dæmis uppáhaldsflík barnsins eða flík sem amma eða afi gáfu barninu við fæðingu.
Sniðugt er að setja stafi með nafni barnsins á vegginn eða jafnvel útbúa límmiða með skemmtilegum setningum. Hérna eru svo fimmtán myndir af flottum barnaherbergjum svo hugmyndaflugið geti farið af stað. Gangi þér vel!
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.