Forstofur eru það fyrsta sem aðrir sjá þegar þeir koma inn á heimilið þitt og það fyrsta sem þú sérð þegar þú kemur heim eftir vinnudaginn.
Því er nauðsynlegt að nostra vel við forstofuna sína. Leyfa henni að vera eins aðlaðandi og mögulegt er. Því fátt er eins fráhrindandi eins og illa troðin og óskipulögð forstofa.
Ef þú átt barn/börn er nauðsynlegt að hafa gott skápapláss undir öll utanyfir fötin, vettlinga, húfur og trefla. Eins taka skórnir mikið pláss og þá er gott að hafa gott skipulag á forstofunni. Til dæmis skóskápa.
Ef forstofan þín er lítil er samt hægt að gera hana aðlaðandi. Þú þarft einfaldlega að skipuleggja hana öðruvísi en þær sem hafa pláss fyrir stóra skápa eða skúffur.
Mjög sniðugt er fyrir lítil rými er að hafa bekk til að setjast á, í honum geturðu einnig geymt útifatnað eða jafnvel haft skóhirslu. Fallegir snagar, myndir, speglar og gervi blóm sóma sér líka vel í forstofum.
Speglar gera rýmið stærra en ella og hlýlegra. Litlar smekklegar hillur eru oft gagnlegar fyrir smáhluti eins og lykla. En hillur er hægt að finna ódýrar bæði í Ikea og eins bara smella sér í það að smíða sjálfur úr ódýru efni.
Hérna koma nokkrar snilldar hugmyndir af flottum forstofum
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.