Það er alltaf að verða vinsælla og vinsælla að hafa barnaherbergi í svörtum og hvítum litum
Stíllinn er afar norrænn og hreinar og beinar línur einkenna hann. Stílhrein húsgögn og þá annað hvort uppgerð gömul húsgögn máluð í hvítum eða svörtum lit. Eða klassísk skandinavísk húsgagnahönnun með hreinar línur.
Til að ná þessum stíl er vinsælt að veggfóðra einn vegg með hvítum og svörtu veggfóðri til að fá meiri dýpt inn í herbergið. Ef notuð er dökk málning þá er hún aðallega notuð á svefnsvæðið, á hurðir eða á vel upplýstum vegg í herberginu.
Stockholm mottan frá Ikea er mjög vinsæl fyrir þetta útlit og setur hún stóran karakter á herbergið bara ein og sér.
Til að fullkomna herbergið eru svo notaðir fylgihlutir í lit. Til dæmis í gulum, bleikum eða bláum tónum. Þeir fara mjög vel við svart/hvíta útlitið.
Hérna eru 12 myndir af fallegum herbergjum í þessum skemmtilega stíl.
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.