Hér erum við með tíu svefnherbergi sem eru hvert öðru fallegra og öll alveg einstaklega girnileg fyrir auga fagurkerans.
Í þessum svefnherbergjum væri gaman að sofa út… lesa, kúra, kela, fara snemma að sofa meira að segja gæti verið gaman að vera andvaka í svona fallegu svefnherbergi!
Taktu eftir því að gólfin eru hvítlökkuð í flestum þessara herbergja. Það er virkilega fallegt en ekki mjög praktíst, þó er svefnherbergið eflaust eina herbergið í húsinu sem þolir þetta þokkalega því það er vanalega ekki mikill umgangur í svefnherbergi.
Taktu líka eftir því að í flestum þessara 10 herbergja er að finna fallega myndlist eða ljósmyndir, oft í stórum römmum.
Þau eru líka flest vel rúmgóð og stór og rósettur og skreyttur hvítmálaður panell á veggjum fer þessu dásamlega rými einstaklega vel.
Taktu líka eftir því að sjaldnast er hlutum ofaukið í þessu góða herbergi sem margir líta á sem einskonar helgistað á heimilinu.
Hér þarf að passa að gæta að réttum áhrifum en samkvæmt feng shui fræðum á til dæmis alls ekki að hafa myndir af börnum eða trúartákn í svefnherberginu.
Þetta á aðeins að vera herbergi fyrir þig og þann eða þá sem deilir því með þér og börn eða jesú á krossinum er víst ekki vænlegt til að kynda undir ástarglóðum ykkar.
Algjör dásemd… hvað finnst þér flottast? Endilega smelltu á Pinterest eða Like takkann ef þú ert hrifin og þá setjum við meira inn í þessum dúr!

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.