Finnst þér stundum eins og þig vanti meira pláss heima hjá þér? Fleiri herbergi undir dótið og fötin, jafnvel stærra herbergi fyrir krakkana?
Eftir að hafa horft á þetta myndband gætir þú orðið sáttari við íbúðina þína en þú varst fyrir.
Hér erum við með ungan arkitekt sem kýs á búa á Manhattan en því miður eru rooosalega margir sem kjósa slíkt hið sama svo það er lítið pláss. Og þetta litla pláss er oft á verulega uppsprengdu verði.
Vinur okkar leigir heila 8 fermetra á 800 dollara í mánuði. Hann hefur komið sér mjög haganlega fyrir svo ekki sé meira sagt. Bækur, baðdót og föt eru geymd í sama skápnum og óhreina tauið þar undir. Rúmið er lagt upp á vegg og breytt í sófa þess á milli og hver þarf skemil þegar hægt er að leggja fæturnar upp að vegg? Maðurinn er stórkostlega jákvæður!
Það sniðugasta við þetta er að arkitektinn er grænmetisæta og þarf því ekkert að elda kjöt inni í herberginu. Hann borðar bara það sem er í ísskápnum og sýður egg í örbylgjunni. Hann sækir sér vatn í tebollann inni á klósetti og er bara sáttur því þegar hann bjó með fjölskyldu sinni var bara eitt klósett á heimilinu. Vanur maður.
Svo fær hann næturgesti af og til og þeir gista bara hjá honum, í öllum átta fermetrunum.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=Q4FoAr8i26g[/youtube]

Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.