Jólin eru tíminn til að draga fram allt sem er glitrandi og fallegt. Fallegir litir og falleg form einkenna þennan tíma og maður verður eiginlega að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn.
Piparkökurnar klikka aldrei. Fáið krakkana til að mála fallegar myndir á piparkökur og notið þær sem borðskraut. Skemmtilegt og allir fá að taka þátt.
Þessi borðskreyting er mjög einföld. Einfaldlega raðar fallegum jólakúlum og öðru jólaskrauti í skál og borðið lifnar við.
Hvít kerti, trjágreinar og glamúr.
Heimalagaðir konfektmolar eru hrein unun, bæði fallegt og ljúffengt. Bæta nokkrum trjágreinum og rauðu skrauti og borðið er fullkomnað. Einstaklega fallegt.
Þessi borðskreyting er uppáhaldið mitt, smá pakki á hvern disk. Hægt er að setja eitthvað lítið persónulegt inn í hvern pakka. Jafnvel hafa eitthvað grín eða gott konfekt. Skreyting sem gleður hvert jólabarn, stóra sem smáa.
Kv. Guðrún Halldórs!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.