Að lesa bók er góð skemmtun, sérstaklega góðar bækur. Ég get lesið góða bók á nokkrum klukkutímum ef hún er nógu spennandi.
Sumar bækur eru þó svo drepleiðinlegar að það tekur mig margar vikur að klára, en jafnvel þó bókin sé leiðinleg þýðir ekki að hún eigi ekki heima á bókahillunni. Ég kaupi oft bækur vegna þess að mér finnst titillinn skemmtilegur eða kápan flott. Þannig fær leiðinleg bók gott líf.
Ég á t.d. fáranlegar orðabækur eins og Ítalsk- Danska orðabók, bók sem heitir 99 Movie scenes en hún inniheldur 99 fáranlegar samræður sem leikarar geta æft sig á, bókina Princess in Pink sem mér fannst bara svo bleik og fín, Íslenskir elskhugar og svo lengi mætti telja.
Bækur þurfa ekki að vera dýrt skraut. Ég kaupi flestar mínar bækur í góða hirðinum, kolaportinu og á marköðum og kaupi sjaldan bók á yfir 300 kr.