Fæstir nota kökukefli oftar en einu sinni á ári, eða í það skipti sem maður virkilega tekur sig til og gerir flotta böku fyrir hátíðarnar.
Kannski ertu týpan sem verður að eiga allt til alls, og hefur pláss í skúffum og skápum fyrir það, en hversvegna að hósta upp fimm þúsund krónum fyrir kökukefli þegar þú getur allt eins notað vínflösku?
Settu deigið í plastfilmu eða undir bökunarpappír til að koma í veg fyrir að allt klessist, þrýstu svo flöskunni þétt niður með annari hendi, haltu um flöskuhálsinn og rúllaðu með hinni hendinni.
Einnig er gott að setja deigið stutt inn í kæli til að gera það viðráðanlegra en alls ekki lengi.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.