Ekki hefur mér dottið í hug að nota gamla rifjárnið mitt sem ég nota aldrei sem skartgripaskrín en á þesari mynd er greinilegt að einhverjum hefur dottið það í hug.
Það er spurning hvort það væri sniðugt að kíkja í eldhússkápana og athuga hvort inn í þeim leynast hlutir sem geta nýst til að geyma hálsmenin á?
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.