Pin-it er útiborð hannað af norska hönnuðinum Andreas Engesvik
Þetta er hans fyrsta sóló hönnun en hann hefur hannað marga fallega hluti og húsgögn í samstarfi við aðra. Þá einna helst fyrir fyrirtækið MENU sem er vel þekkt hér á landi.
Borðið er hannað með það í huga að það er hægt að taka það með sér út um allt. Í bústaðinn, veiðiferðina, á ströndina eða bara í garðinn. Borðið er létt og nútímalegt, fæst í öllum litum og er ferlega smart!
Nú þegar sumarið er komið er óhætt að fara að huga að garðhúsgögnum og byrja að undirbúa skemmtilegt sumar. Þetta borð er tilvalið fyrir nett spjall út í garði með sumarlegan kokteil við hönd.
________________________________________________________
Guðrún J. Halldórsdóttir er innanhúss- og húsgagnahönnuður. Sporðdreki og Tígur takk.