Siðblinda hefur löngum heillað mig sem geðgreining en fyrr á árinu skrifði ég pistil þar sem ég fór létt yfir helstu einkenni siðblindu.
Upp úr því barst okkur lesendabréf frá ungri konu þar sem hún lýsir reynslu sinni af því að vera í sambandi með siðblindingja.
Í síðustu viku rakst á æðislegan heimildarþátt frá History Channel inn á Youtube, Serial Killers: The Real Silence of the Lambs.
Í framhaldi af því datt ég inn í annan þátt unninn af Dianne Sawyer sem fjallar um Charles Manson. Þar er saga hans er stuttlega rakin og hvernig honum tókst að fá fólk til að fremja voðaverkin sem hann stóð fyrir í Hollywood. Ef þú deilir sama áhuganum á þessu fyrirbæri og ég þá hvet ég þig til að kíkja á þættina. Ágætis skemmtun í kvöld. Að minnsta kosti fróðleg.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=537TsezVgL4[/youtube]
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=v4qZB2ytq10[/youtube]
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.