Hillary Clinton hampaði kannski ekki sigri í forsetaslagnum en sem fyrirmynd fyrir allar ungar konur í heiminum trónir hún á toppnum í dag. Það skilar sér í gegn í lokaávarpi hennar.
Ég mæli eindregið með heimildarmynd sem Rúv sýndi nýverið, Choice 2016 eða Valið 2016. Þetta er ný heimildarmynd um forsetaframbjóðendurna þau Hillary og Trump. Í henni er farið yfir bakgrunn þeirra, barnæsku og persónuleika. Meira hefur verið fjallað um bakgrunn og barnæsku Trump að mínu mati. Því vakti sá hluti myndarinnar sem fjallaði um barnæsku Hillary áhuga minn.
Þar sem ég stóð inn í stofu í dag og horfði á þessa konu ávarpa stuðningsmenn sína í beinni útsendingu eftir sáran ósigur birtist hún mér algjörlega. Ég sá litla stúlku með stóra drauma og mikinn metnað sem stanslaust fékk að heyra að hún væri ekki nógu góð standa teinrétta og tala til ungra kvenna og stúlkna sérstaklega. Það hafði augljóslega fokið ryk í annað auga hennar og ég fann hvað hún var virkilega stolt af sér.
“To all the little girls who are watching this, never doubt that you are valuable and powerful and deserving of every chance and opportunity in the world to achieve your own dreams.”
Fanney hefur skrifað á Pjattið frá 2012. Hún skrifar mest um andlegu hliðina og lífsstílstengd mál. Fanney er viðskiptafræðingur og starfar sem slíkur hjá Markhóli markþjálfun. Hún býr í 105 Rvk ásamt sambýlismanni sínum Óskari Arnarsyni. Fanney er með sól í fiskum en er rísandi bogmaður.