Hamingjusamasta parið í Hollywood bauð mér heim til sín í kampavín, kavíar, slökun á pallinum og spjall…
…ok, ég komst ekki í þetta skiptið… en það má alltaf láta sig dreyma!
Allir sem lesa slúðurfréttir vita af 15 ára aldursmun milli þeirra Demi Moore (46) & Ashton Kutcher (31) -þótt ekki sé hægt að sjá nokkurn aldursmun, spurning hvaða krem daman er að nota.
Þau búa saman í klikkuðu húsi í Los Angeles en húsið er snilldarlega hannað með stórum gluggum sem tengir umhverfið / náttúruna allt um kring og harmónerar vel við villuna.
Demi & Ashton létu innrétta villuna algerlega eftir þeirra óskum. Jarðlitir urðu fyrir valinu ásamt ýmsum fallegum grafískum útfærslum en náttúran, hreinar línur, rómantík og elegans fyllir heimili þessara hamingjusömu hjóna sem eru víst svo hamingjusöm að hún finnur aldrei fyrir afbrýðisemi þegar aðrar konur girnast drenginn. Og hann er víst alltaf í því að vekja hana á nóttunni til að biðja um smá… hitt.
Díana Bjarnadóttir útlitsráðgjafi og stílisti hefur margra ára reynslu við að aðstoða fólk með fataval. Hún starfaði meðal annars á Ítalíu og í London þar sem hún var stílisti stjarnanna hjá Giorgio Armani og Gucci.
Hefur einnig verið búsett í svíþjóð, Hollandi og á Selfossi en býr nú í Reykjavik. Díana er einnig með menntun í förðunarfræði. Greinar og ljósmyndir Díönu hafa m.a. verið birtar í tímaritunum Veggfóður, Ský og Smáralindarblaðinu. Díana er fædd 1. maí og er því naut.