Ein ódýrasta leiðin til góðrar heilsu og betra útlits er þurrburstun. Það eina sem að þú þarft er húðbursti úr náttúrulegum hárum með góðu skafti til að ná vel að bursta bakið eða góðan baðhansa.
Kostir þurrburstunar:
Losar húð við dauðar húðfrumur
Örvar blóðrásina og sogæðakerfið
Minnkar húðslit og appelsínuhúð
Eykur teyjanleika húðar
Hreinsar húðina,mýkir og örvar starfsemi hennar.
Aðferð þurrburstunar:
Burstið með mjúkum bursta fyrst, þangað til húðin er farin að venjast burstuninni.
Byrjið á iljum og burstið með kraftmiklum hringhreyfingum og nuddið allan líkamann í átt að hjartanu. Burstið þar til húðin fer að roðna og verur heit í ca. 5-20 mínútur. Athugaðu að bursta ekki blauta húð og að andlit, innanverð læri og brjóstin eru viðkvæm svæði og ætti að bursta varlega!
Endið meðferðina með að fara í sturtu eða bað. Til að auka virkni er gott að fara síðan í kalda sturtu í 30 sek. Best er að gera þetta á morgnana þegar farið er á fætur eða á kvöldin áður en laggst er til svefns 3-5 sinnum í viku.
Burstið húðina í þessari röð:
1. Fætur og fótleggi.
2. Hendur og handleggi.
3. Bak.
4. Kviðarhol.
5. Brjóst.
6. Háls.
Hér má sjá mynd af lærum og bossa fyrir og eftir reglubunda þurrburstun. Eins og sjá má hefur þetta virkilega góð áhrif á appelsínuhúðina og stinnir verulega.
Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi úr fréttabréfi G-FIT í Garðabæ.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.