Margt hefur verið skeggrætt og skrafað um skapabarmaaðgerðir kvenna og sitt sýnist hverjum.
Margir vilja meina að konur láti gera slíkar aðgerðir á börmum sínum vegna hégómleika og löngunar til að samræma útlit kynfæra sinna við það útlit barma sem telst boðlegt fyrir klámmyndir.
Þetta mun þó vera stór misskilningur.
Á Íslandi hafa konur og karlar árum saman látið gera aðgerðir á kynfærum sínum, ekki til að falla betur að svokölluðum staðalmyndum heldur til að koma í veg fyrir óþægindi sem geta hlotist af því þegar of mikill núningur myndast. Þetta vill gerast t.d. í kynlífi, við hjólreiðar, þegar fólk fer á hestbak eða jafnvel við hlaup. Þegar húðin á t.d. innri börmum er mikil er hætt við að þetta eigi sér stað og þá getur kynlíf ekki aðeins verið óþægilegt heldur jafnvel sársaukafullt.
“Auðvitað eru þó alltaf til einhverjar undantekningar,” segir Ágúst Birgisson lýtalæknir. “Sumum konum finnst þetta hreinlega ljótt, líður illa og vilja því fara í aðgerð.”
Þvagfæraskurðlæknar, kvensjúkdóma og lýtalæknar
Lengi vel voru það aðeins þvagfæraskurðlæknar sem sérhæfðu sig í slíkum aðgerðum og á Íslandi hefur myndast hefð fyrir því að þvagfæraskurðlæknar taki að sér karlmennina sem eru með of þrönga eða mikla forhúð. Víðast hvar annarsstaðar á vesturlöndum eru það almennt lýtalæknar sem framkvæma þessar aðgerðir bæði á körlum og konum.
Á Íslandi hefur hinsvegar myndast hefð fyrir því að lýtaskurðlæknar taki að sér að framkvæma aðgerðir á börmum kvenna enda geta slíkar aðgerðir oft verið flóknari á konum en þegar um karlmenn er að ræða.
Bóndasporið
Önnur aðgerð sem konur láta gjarna gera á kynfærum sínum er hið svokallaða “bóndaspor”. Við fæðingu rifnar stundum spöngin upp og er saumuð aftur um leið og barnið er komið í heiminn. Eftir að allt er búið að jafna sig upplifa sumar konur að þær finni ekki eins mikla ánægju í kynlífi og áður en þá er hægt að láta fara yfir “saumaskapinn” eftir fæðinguna. Stundum leiðir þetta til þess að samlífið verður betra á eftir en þessi aðgerð kallast Vaginoplasty.
Skapabarmaaðgerðir eru oft gerðar í staðdeyfingu. Það tekur nokkra daga að jafna sig að mestu en eftir tvær til þrjár vikur er konan búina að jafna sig næstum að fullu.
Forvitnar geta lesið meira hér á heimasíðu Ágústs Birgissonar.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.