Heilsa/Uppskrift: ‘Chillað’ avakadó með salt og pipar

Heilsa/Uppskrift: ‘Chillað’ avakadó með salt og pipar

Screen Shot 2013-11-13 at 3.17.27 PM

Verandi ofurkona (lögverndað starfsheiti) þá hef ég oftast lítinn tíma til að útbúa heilar máltíðir yfir daginn, sérstaklega þegar kemur að millimáli.

Fyrir þá sem eru að reyna passa upp á matarræðið geta millimálin oft orðið flókin.

Vörur eins og Jólajógúrt virðist vera ósköp saklaust og sniðugt snarl en í raun gætiru allt eins troðið í þig 8 stk. af Maryland kexi.

Þess vegna er frábært að tileinka sér auðveldar og laufléttar uppskriftir af hollum millimálsbitum. Þannig náum við að halda blóðsykrinum niðri og góða skapinu uppi.

Chillað avakadó er einfaldlega:

  • Lítið avokadó skorið í tvennt
  • Sjávarsalt
  • Pipar
  • Sonnentor chilli-duft
  • Lime skvetta

Chilli-duft er frábært að eiga, enda ótrúlega gott krydd í nánast allan mat. Vegna þess að hollur matur á að vera laus við aukaefni er bragðið ekki alltaf jafn sterkt og þegar varan er full af gerviefnum. Þess vegna er svo gott að nota chilli-duft til að djazza upp á bragðið. Sjálf hef ég notað chilli-duft í allskonar marineringar, út á súpur, sætar kartöflur, í buff og meira að segja út á kotasælu (pervertískt uppáhald hjá undirritaðri).

Ekki stress – avokadó, chillaðu bara…

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest