Fyrir skemmstu niðurhalaði ég frábæru NIKE appi í iPhone’inn minn en það heitir Nike Training Club og er ætlað sem einskonar einkaþjálfun eða prógramm í ræktinni.
Eftir að hafa uppgötvað töfraskóna mína sem mæla hitaeiningar og hlaupaleiðir hef ég leitað að samskonar símaforriti, sem gagnaðist vel í ræktinni og er kát að hafa fundið þetta því það er bæði ókeypis og alveg snilldarlega vel sett saman!
Þú getur valið hvaða árangri þú vilt ná eða hvaða svæðum þig langar að vinna á og svo er bara að setja æfinguna í gang með viðeigandi tónlist.
Æfingarnar eru mjög fjölbreyttar og allar frekar stuttar þannig að þér ætti ekki að leiðast á meðan þú ferð í gegnum prógrömmin en hver æfing er frá 1-2 mín (mjög ‘intense’) og þú getur valið milli 15, 30 og 45 mínútna æfinga.
Með hverri æfingu fylgir svo nákvæm útskýring sem einnig er hægt að sjá á myndskeiði (og ef þú átt AppleTV geturðu varpað úr símanum yfir í sjónvarpið og gert æfingarnar fyrir framan stærri skjá).
Flestar æfingarnar reikna með því að þú notir eigin líkamsþyngd og styrk við æfingarnar og þessvegna er hægt að gera þetta hvar og hvenær sem er, í bústað, á ferðalagi eða heima. Samsetningarnar og útfærslurnar eru ótalmargar og allir ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi.
Auðvitað mælir svo forritið hvað þú ert dugleg að stunda æfingarnar og gefur þér ‘verðlaun’ þegar þú stendur þig vel.
Áhugasamar ræktarkonur geta kíkt HÉR, niðurhalað og kynnt sér þessa snilld frá NIKE betur. Sjálf hygg ég á stórræði í ræktinni í vetur og þá mun þessi frábæri tækniþjálfari koma sér vel.
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.