Fyrir tæpu ári síðan keypti ég mér Wii leikjatölvu. Ég hef aldrei verið neitt sérstaklega góð í tölvuleikjum, bara GET EKKI skilið hvernig fjarstýringarnar virka, svo finnst mér ekkert sérstaklega gaman að ýta á einhverja takka til að drepa “geimverur” þannig að ég hef aldrei séð tilganginn með því að eiga leikjatölvu.
En eftir að hafa farið í heimsókn til vinar míns og prófað Wii leikjatölvuna sá ég loksins einhver almennileg NOT fyrir tölvuna!
Í Wii getur þú nefnilega brennt fullt af hitaeiningum og verið stöðugt á hreyfingu. Þú getur keypt þér leikfimisleiki, dansleiki (Zumba), íþróttaleiki og fleira og fleira. Maður getur meira segja keypt sér stýri utan um fjarstýringuna þannig að þegar þú ert í bílaleik þá notar þú stýrið eins og á alvöru bíl.
Eitt finnst mér alveg hrikalega gaman með Wii tölvuna en það er að ég er oft MIKLU BETRI en kallinn í leikjunum! Ég rústa honum ALLTAF í boxi, JÁ Í BOXI!
Þið ættuð að sjá mig inn í stofu berjandi út í loftið af öllum lífs og sálar kröftum þar til kallinn steinliggur í gólfinu (… sko kallinn í tölvunni), svo vinn ég hann líka alltaf í keilu, á snjóbretti og að húlla húllahringjum. Ég tala nú ekki um hláturskastið sem ég fæ við að sjá kallinn minn húlla (sorry elskan).
Það er einn diskur sem ég á sem heitir Wii fit plus og er hann mjög sniðugur, en í honum er hægt að fara í yoga, gera styrktaræfingar, eróbik æfingar og jafnvægisæfingar. Svo eru líka ferlega skemmtilegir leikir sem gera líkamsræktartímann fyndinn!
Ef þú ert að leita þér að hreyfingu fyrir veturinn en kemst ekki í ræktina þá er þetta kannski lausnin fyrir þig til að komast í form?
Hér má sjá myndband sem sýnir hvernig Wii Fit Plus virkar en tækið fæst m.a. í Ormsson.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=NBuN1iLafwU[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.