„Við fögnum lífinu og tilverunni laugardaginn 4.apríl í Hömrum, Hofi á Akureyri en þá verður haldin Yoga, dans og hugleiðslu veisla með plötusnúði/DJ,” segir Tómas Oddur Eiríksson jógakennari.
„Yoga Moves tímarnir hófust á Dansverkstæðinu í byrjun árs 2014 og hafa notið gríðarlegra vinsælda meðal fólks á öllum aldri. Um er að ræða tveggja klukkustunda samveru af leiddu yogaflæði, frjálsum dansi, hugleiðslu og djúpslökun,” segir Tómas en hann er jafnframt stofnandi Yoga Moves og ætlar sér að koma til Akureyrar ásamt góðum hópi um páskana til að koma öllum í góðan jóga gír.
„Notalegt tónlist mun umlykja fyrri hluta samverunnar á meðan á yoganu stendur. Jafnt og þétt færist svo meiri kraftur tónlistina fyrir dansinn og stuðið. Danni BigRoom plötusnúður að norðan leiðir tónlistina og taktinn en að lokum mun Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir bjóða upp á endurnærandi Gong slökun. Þessi einstaka samblanda af meðvitaðri öndun, hreyfingu, hugleiðslu og slökun og samveru hefur stórkostlega jákvæð og umbætandi áhrif á mannveruna þar sem fólk er hvatt að draga fram það besta í sjálfu sér,” segir Tómas og tekur að lokum fram að gott sé að iðka jóga í þægilegum fötum sem auðvelt er að hreyfa sig í. Jógamottur verða á staðnum en fólk má endilega taka sína með ef það á eina slíka. Hér er viðburðurinn á Facebook.
Áfram jóga!
[youtube]https://www.youtube.com/watch?v=xOjbCCO97vk[/youtube]
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.