Það vita flest allir landsmenn að bensínlíterinn er ekki gefins í dag og hafa margir brugðið á það ráð að nýta hjólreiðar til að koma sér á milli staða.
Undanfarin sumur hefur verið mikið um að sjá hjólreiðamenn með hjólavagna í eftirdragi og með því hafa fjölskyldur bæði getað sparað sér pening með að ferðast eingöngu um á hjólum og/eða notið vagnanna til að njóta náttúrunnar í góða verðinu hérna á Íslandi með fjölskyldunni.
Ég fór inn í verslunina TRI um daginn þar sem ég sá hinn fullkomna hjólavagn en hann er opinn og situr barnið í sæti með þriggja punkta belti og getur barnið notað sætið frá 2-9 ára aldurs. Hægt er að stilla fótalengd á vagninum og barnið getur hjólað með sem gerir ferðalagið enn skemmtilegra fyrir vikið.
Verslunin TRI er á Suðurlandsbraut 32 og er verslun með hugsjón og er sérstaklega skemmtilegt að fara inn í þessa búð. Úrvalið á hjólunum er mikið, íþróttafatnaðurinn er sérlega smart og þjónustan góð.
TRI vill hvetja til hreyfingar og skemmtunar almennings hvort sem það er með hjólreiðum, hlaupi eða sundi og vill fyrirtækið efla ungliða í bæði hjólreiðum og þríþraut.
Einnig má taka fram að í TRI fást bestu hlaupa- og hjólasokkar sem ég persónulega hef prófað og kallast þeir Compressport sokkar og nota ég eingöngu þessa tegund þegar ég fer út að hjóla og hlaupa.
Ég stefni á bíllausa(n) mánuð(i) í sumar og finnst mér þessi vagn vera einkar spennandi kostur að komast á milli staða og í leiðinni stunda heilbrigt líferni og auka hreyfingu fjölskyldunnar
Hér má sjá myndband hvernig vagninn virkar.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=msZs1u412H8[/youtube]
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.