Nú ert þú að ganga inn í viku 4 í fjögurra vikna planinu að hætta að borða sykur.
Í viku 1 komstu að því hvar sykurinn er falinn.
Í viku 2 keyptir þú inn mat sem kom í staðinn fyrir sykurvörurnar og
í viku 3 lærðir þú að stjórna óslökkvandi löngun þinni í sykur.
En núna er komið að því að búa til nýjan vana
Fyrst þarft þú þarft að gera upp við þig hvernig þú vilt umgangast sykur.
Er hann eitthvað sem þú ætlar t.d. að leyfa þér af og til, einu sinni í viku eða aldrei ?
Þegar ég tek mig á í að kæfa sykurpúkann þýðir ekki fyrir mig að leyfa mér nammidaga einu sinni í viku, eða smá hér og þar. Ég gleymi mér of fljótt og laugardagsnammið verður að sunnudagsnammi sem verður að mánudagsnammi og koll af kolli, þannig að það er svolítið annað hvort eða hjá mér.
Ég er aftur á móti búin að læra að ásaka mig ekki of mikið ef ég fer út af sporinu. Ég reyni frekar að taka aftur upp verkfærin sem ég á til að losna einu sinni en við púkann og held bara áfram, því ég veit alveg hvað gerist ef ég held ekki áfram.
Já! og mundu að það tekur svona þrjár til fjórar viku að búa til nýjan vana og er þar af leiðandi nauðsynlegt að halda sér vel við efnið á hverjum degi.
Sigrún Þöll Þorsteinsdóttir (f.15 feb 1975 – d. 8 apríl 2014) bloggaði á Pjatt.is í rúmlega tvö ár.
Sigrún Þöll starfaði sem tölvunarfræðingur, var dellukona, tækjasjúk og fagurkeri af lífi og sál. Að eigin sögn fannst Sigrúnu gaman að hlaupa, hjóla, drekka kaffi, huga að heilsunni, prjóna, lesa, taka ljósmyndir, rækta garðinn sinn og fleira og fleira. Blessuð sé hennar minning. Sigrún verður ógleymanleg þeim sem kynntust þessari dásamlegu konu.