
Nú er kosningin hafin í Best of Raw og þar er hún Solla ‘okkar’ Eiríks tilnefnd sem bæði Raw Vegan Simple Raw Chef og Gourmet Raw Chef.
Á listanum er að finna alla flottustu hráfæðikokka heims en til að kjósa Sollu þarftu að skrá þig og gefa upp nafn og netfang. Þú gerir það með því að smella á appelsínugula Vote Now merkið (þú þarft að gefa upp netfang og póstnúmer til að kosningin teljist góð og gild). Eftir það áttu að gera lykilorð, svo er smellt á fjólubláa hlekkinn þar sem stendur „Vote for People“ og þá ertu lent á kosningasíðunni.
Finndu nafnið Solla Eiriksdottir og gefðu henni atkvæði þitt 😉
Tekur allt í allt innan við eina mínútu.
Okkur finnst gaman að vekja athygli á þessari keppni enda hefur Solla árum saman verið fremst meðal jafningja í að hvetja okkur áfram í að borða heilsusamlegt fæði og vekja áhuga okkar á margskonar skemmtilegum nýjugum. Hún er sannur frumkvöðull í þessu starfi á Íslandi og þó víðar væri leitað.

Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.