Við vitum það flestar í dag að mikið brauðát er heppilegt vilji maður bæta á sig en sértu að forðast slíkt er gott að láta brauðið eiga sig – eða velja réttu tegundirnar.
Því grófara sem brauðið er því betra. Veldu annaðhvort mjög gróft brauð eða hrökkbrauð.
Til dæmis er brauðið frá þýska fyrirtækinu Delba mjög gott en það er hægt að fá í flestum matvörubúðum. Delba brauðið er lífrænt og inniheldur engin gervi eða rotvarnarefni. Einnig er sniðugt að kaupa Sólkjarnarúgbrauð eða Danskt rúgbrauð frá Myllunni en allt eru þetta trefjaríkar og góðar tegundir. Einnig eru “bakkabrauðin” frá Delba mjög góð.
Dæmi um seðjandi hádegismat í dag gæti verið Sólkjarna eða Delba brauðsneið með lárperu, tómötum, káli og léttum osti. Slepptu smjörinu ef þú vilt létta þig en lárperan inniheldur mikið af góðri fitu.
Til að fullkomna máltíðina er gott að fá sér eitt soðið egg með en úr því færðu prótein og lífræn bollasúpa kemur hita í kroppinn.
Athugaðu að drekka nægilega af vatni eða te þegar þú borðar tefjaríka fæðu.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.