Jæja stelpur – nú tökum við á því og komum okkur í gott form – Við skulum VEKJA LÍKAMANN!
Guðbjörg Finnsdóttir íþróttakennari og einkaþjálfari í Hreyfingu, Solla Eiríksdóttir heilsugúru á GLÓ, Sóley Elíasdóttir hjá Sóley Organics og Margrét pjattrófufulltrúi ætla nú að fara af stað með lífsstílsbreytingu sem byggir á allsherjar heilsu-ummönnun.
Lífsstílsbreytinguna köllum við Vektu líkamann en eins og við flestar vitum byggir heilbrigður líkami grunninn fyrir svo ótal margt annað sem gerir okkur gott. Til að viðhalda heilbrigðu útliti og góðri heilsu fram eftir aldri eru fjögur megin atriði sem öllu máli skipta:
1. Gott mataræði
2. Hreyfing
3. Hvíld
4. Góð umhirða húðarinnar
Með þetta að leiðarljósi ætlum við að sameina reynslu okkar og þekkingu og deila með lesendum Pjattrófanna því sem við kunnum, vitum og höfum sankað að okkur síðustu 30 ár en allar erum við komnar mislangt yfir fertugt.
Byrjum núna!
Guðbjörg ríður á vaðið með frábærri þjálfunaráætlun sem ÞÚ getur gert heima í stofu. Áætlunin er sett upp eins og stundaskrá og henni er mjög auðvelt að fylgja eftir. Þessu til stuðnings er myndband þar sem þú lærir að gera æfingarnar en áætlunin verður svo uppfærð á tveggja vikna fresti.
[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=YiEJgyYZpJ0[/youtube]PRENTAÐU ÆFINGASTUNDASKRÁ HÉR.
PRENTAÐU VIKU MATSEÐIL HÉR
Margrét, Solla og Sóley ætla að fylgja þessari áætlun og þið fáið að sjá árangurinn á sex vikna fresti. Guðbjörg fær svo aðstoð frá Sollu með hollar uppskriftir og hugmyndir að matseðlum en Sóley og Margrét munu koma inn á umhirðu húðarinnar, hvíldina og annað sem þessu tengist.
Við viljum að sem flestar takið þátt í þessu með okkur og virklega gaman væri að heyra reynslusögur þegar líður á prógrammið. Við lofum góðum árangri sé öllu fylgt rétt eftir!!
Hver og ein okkar er með persónuleg markmið. Við ætlum að styrkja vöðvana og auka þolið – fá jafnvel kúlurass ef vel gengur!
Fyrir þær sem þora er um að gera að senda okkur ‘fyrir’ myndir á pjattrofurnar@pjatt.is. Við munum passa þær vel en birta svo, ásamt reynslusögu og eftir mynd þegar þú telur þig hafa náð árangrinum sem þú sóttist eftir.
Þú getur byrjað strax að æfa og valið daginn í dag, fimmtudag,- eða skoðað prógrammið vel, undirbúið þig, keypt í matinn, gert bookmark – og byrjað strax á Mánudag!
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.