Þessi drykkur er vatnslosandi og virkilega hollur. Þú átt að drekka eitt glas á dag í tvær vikur en uppskriftin sem hér er gefin dugar í tvær vikur.
- 1 búnt mynta
- 4 stangir kanill
- 1/2 kg engifer
Sett í 4 l vatn og soðið í 15 mín. Kælt niður í 20 mín og þá er 1/2 kg af engiferi sem er saxað og snyrt sett út í. Svo er lok sett á pottinn og þetta er látið standa á borði í 24 tíma.
Eftir þetta er drykkurinn síaður og settur á flöskur, helst úr gleri.
Myntan er A- og C vítamín rík. A vítamín er mikilvægt fyrir augun og gefur þeim sem og slímhúð líkamans raka. Mynta getur hindrað bakteríur í að fjölga sér og þannig veitt vörn gegn ýmsum kvillum. Fjölmargar rannsóknir hafa einnig leitt í ljós að hún hefur góð áhrif á ýmis meltingarvandamál, tl dæmis magakrampa, því hún hefur róandi áhrif á meltingarveginn. Einnig gefur mintan kalk og ýmis steinefni.
Kanill er bakteríudrepandi, hann getur aukið orku, jafnað blóðsykur og slegið á tíðaverki. Einnig er hann notaður til að bæta meltingu og vandamál henni tengd. Hann er einnig góður við kvefi. Í dag er kanill algengasta krydd heims.
Engifer er gott fyrir meltinguna og hvers kyns meltingaróróa, t.d. bílveiki, sjóveiki olg ógleði á meðgöngu. Það vinnur einnig á gigt, sérstaklega liðgigt. Engifer minnkar bólgur og styrkir ónæmiskerfið. Gott er að taka inn engifer gegn kvefi og flensu, því það hjálpar líkamanum við að svitna á heilbrigðan hátt. Þá “steikir” hann bakteríurnar og hreinsar þær út. Engifer er pakkað af hollustu og aðeins þarf lítið magn til að slá á kvilla. Tíu grömm af ferskri engiferrót út í bolla af sjóðandi vatni gerir gæfumun.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.