Fullt af freistingum í desember geta sett markmiðin okkar á bið
…en eitt er það sem virkar alltaf vel en það er að passa upp á vatnsdrykkju.
Prófið að byrja að drekka eitt vatnsglas um leið og þið vaknið og svo alltaf vatnsglas á undan máltíð. Þetta er lítið mál sem þarf aðeins að koma í vana.
Vatnið eykur líkur á að við borðum minni skammta, vatnið kallar á minni sykur í fæðu, vatnið vökvar líkamann vel, vatnið er gott fyrir liðina, vatnið er….allra besti drykkur sem við höfum aðgang að.
En samt þurfum við að minna okkur á það !
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.