Ráðleggingar um hið rétta mataræði eru misjafnt. Öfgarnar eru stundum miklar og ef einstaklingur hefur náð góðum árangri þá selur það næsta viðmælanda hvað hann gerði.
En eins og við erum nú mörg þá hentar ekki það sama öllum. Til að forðast öfga þá er best að hugsa á þann hátt að þú getir verið á mataræðinu allt þitt líf. Ef það er of sérhæft þá fellur það um sjálft sig að halda sig við það í langan tíma enda ná rannsóknir yfirleitt ekki nógu langt til að staðhæfa að það hafi læknisfræðileg áhrif því fólk nær einfaldlega ekki að fylgja því endalaust.
Landlæknir kom með nýjan bækling sem er mjög áhugaverður, Ráðleggingar um mataræði. Ef þú ert ekki búin að kynna þér hann ættir þú að gera það sem fyrst. Helst núna.
Orkuefnin okkar eru kolvetni, prótein og fita. Samkvæmt ráðleggingum lýheilsustöðvar varðandi hlutföll orkuefna í fæðu, þá er mælt með að:
- Kolvetni 45-60 % og viðbættum sykri ekki meira en 10 %
- Prótein 10-20 %
- Fita 25-35 % og þarf að komi ekki meira en 10% af orkunni af harðri fitu
Hér eru gefin æskileg prótein, kolvetni og fita sem við ættum að velja okkur úr flokkunum. Reynum að sjálfsögðu að sneiða hjá sykruðum drykkjum, sælgæti, sætabrauði og hvítu brauði.
PRÓTEIN
Fiskur: lax, lúða, túnfiskur, skelfiskur, ýsa, þorskur…
Kjöt: kjúklingabringur, kalkúnabringur, fitulítill svínavöðvi, fitulítill nautavöðvi, fitlítill lambavöðvi, fitulítið nautahakk.
Mjólkurvörur: hrein jógúrt, skyr, grísk jógúrt , Ab mjólk , biomjólk, kotasæla og smjör.
Önnur prótein: egg eða eggjahvíta, ýmsar baunir, tofu, kornmeti grænmeti/ávextir, hnetur og möndlur.
KOLVETNI
Korn og brauð: gróft brauð, flatbrauð, hrökkbrauð, brúnt pasta, haframjöl bygg, brún hrísgrjón, hirsi, cous cous, möluð hörfræ, sesamfræ, sólblómafræ, hnetur og möndlur.
Önnur kolvetni: ávextir, ávaxtasafi, grænmeti, grænmetissafi, engifer og engiferdrykkir, 70% lífrænt súkkulaði, lífrænar rúsínur, kókosflögur.
Fita: kókosolía, hörfræolía, lífræn ólífuolía, hnetur, möndlur, fræ.
GRÆNMETI/ÁVEXTIR
Ávextir: vínber, epli, perur, bananar, appelsínur, grape, ber, melónur, mango og mandarínur
Grænmeti: græn salatblöð, spínat, íssalat frá Lambhaga, klettasalat, avocado/lárpera, tómatar, gulrætur, paprikur, spergilkál, blómkál, sveppir, aspas, eggaldin, kúrbítur og sætar kartöflur.
Það er alltaf gott að minna sig á góða hluti og í framhaldinu kemur hér mjög einföld kjúklingauppskrift sem sem auðvelt er að matreiða:
Skinnlaus kjúklingabringa sett í álpappír, eitthvert grænmeti með t.d. sveppir, laukur, kúrbítssneiðar og sætkartöflusneiðar og pappírnum lokað (passið að hafa loft, ekki þéttpakkað).
Grillað í ofni. Gott að setja smá soja sem dressingu. Njótið með brúnum hrísgrjónum og/eða salati.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.