Engiferrót hefur verið notuð um langt skeið til að lækna alls kyns veikindi og sem almenn, heilsubætandi jurt.
Það er mælt með því að taka engifer í einhverju formi 1-3x á dag til að byggja upp ónæmiskerfi og annað, svo er það líka rosalega bragðgott!
Kostir engifers
- Gott við kvefi og til þess að losna við flensueinkenni
- Örvar meltingu
- Frískar andadrátt á náttúrulegan hátt
- Minnkar ógleði og svima
- Lækkar kólestról
- Minnkar uppþembu
- Minnkar tíðaverki
- Minnkar höfuðverki
- Hjálpar til við að losna við magapestir
- Er talið minnka líkur á krabbameini
Hægt er að nota engiferrót í matargerð og hún kallar líka fram bragð. Yfirleitt er samt ekki mælst til að nota meira en það sem samsvarar nögl af litlafingri nema maður vilji hafa yfirgnæfandi engiferbragð af matnum. Svo gilda auðvitað aðrar reglur þegar notast er við engiferduft í kryddbrauð, piparkökur og annað slíkt.
Það er einnig hægt að nota engiferið í heilsudrykki, te og “smoothie” og fyrir þá allra hörðustu er hægt að búa til engiferstaup í safavél. Best er að saxa rótina smátt, nota hvítlaukspressu eða rífa hana niður áður en hún er sett í blandara.
Best er að geyma engiferrótina með því að afhýða hana og skella í frysti, þá er líka auðveldara að rífa hana niður!
Hafðu engiferrót með á næsta innkaupalista og prófaðu að nota hana í það sem þig lystir. Þú finnur fljótt mun á þér – og ónæmiskerfinu!
Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir er förðunarfræðingur og útskrifaðist með hæstu einkunn úr MOOD Make Up School með áherslu á tísku- sjónvarps- og ljósmyndaförðun og tók Airbrush námskeið í sama skóla. Hún er sjálfstætt starfandi og tekur að sér hin ýmsu verkefni, allt frá einstaklings- og brúðarförðunum upp í tímarit og auglýsingar. Einnig vinnur hún fyrir Bobbi Brown á Íslandi sem sölustjóri.
— Vantar þig förðun og/eða persónulega förðunarráðgjöf? Hafðu samband á gunnhildur@gb-makeup.com