Tracy Anderson er með vinsælustu einkaþjálfara í heimi. Hún hefur þjálfað ekki ómerkari konur en Madonnu, Lady Gaga, Nicole Richie og Gwyneth Paltrow en aðdáendahópur hennar stækkar með hverjum deginum.
Það sem gerir Tracy öðruvísi en aðra þjálfara eru bæði æfingarnar og áherslurnar. Hún leggur sérlega áherslu á að þjálfa konur og vill forðast að byggja upp mikinn vöðvamassa, enda finnst okkur fæstum fallegt að sjá mikið massaðar konur. (Hún heldur því líka fram að stórir vöðvar búi bara til teygða húð seinna meir sem framkallar meira ‘bingó’. Eitthvað til í þessu eflaust).
Tracy Anderson byggir æfingakerfi sín að mestu á einföldum en fjölbreyttum æfingum sem hver sem er getur gert heima í stofu. Þetta eru ekki flóknar hreyfingar og mjög skemmtilegar.
Sjálf á ég disk með henni sem ég hef notað ásamt öðrum diskum til að reyna að halda mér í formi.
Vinsældir Tracy hafa farið ört vaxandi eftir að stórstjarnan Gwyneth Paltrow hrósaði henni í hástert fyrir að hafa komið sér í topp form. Gwyneth leggur gríðarlega áherslu á að fara eftir ráðleggingum Tracy og æfir í tvo tíma heima hjá sér á hverjum degi. Ætli hún þurfi þessi ekki starfsins vegna? Lestu HÉR um samstarf þeirra á heimasíðu Gwyneth, Goop.
Nicole Richie er líka dugleg að æfa með Tracy en það er eftir að hún fór að stunda æfingar með henni að hún komst aftur í flott form og hætti að vera óeðlilega grannvaxin.
HÉR má sjá þær stöllur rabba saman í stúdíóinu hjá Tracy. Taktu eftir því að Nicole er lítil en Tracy er mjöööög lítil eða um 1.52 sm. 🙂
ÞAÐ SEM KOMA SKAL
Ég spái því að æfingar á borð við þær sem Tracy Anderson kennir eigi eftir að njóta vaxandi vinsælda meðal kvenna.
Að sama skapi trúi ég því að fólk eigi smátt og smátt eftir að byrja að taka meiri persónulega ábyrgð á eigin heilsu. Minnka neyslu svokallaðra fæðubótaefna (duft í dunk) og byrja að gera hreyfingu meira að hluta daglega lífsins. Æfa heima á stofugólfi ef maður ‘kemst’ ekki í ræktina og jafnvel gera það að valkosti nr. 1 að æfa bara heima eða á sólpallinum.
Þessi hefur þróunin orðið víða í stóru borgunum erlendis enda fólk flest svo upptekið að tíminn sem það tekur að koma sér í og úr ræktina, og í og úr fötunum, jafnvel orðin of dýrmætur til að honum sé fórnað. Þá er best að spara hann og gera æfingarnar bara heima hjá sér. Hver er sinnar gæfu , vöðva -og heilsu smiður.
Ég gæti talað um þetta lengi og gleðst um leið því fljótlega ætlum við að birta hér á Pjattrófunum æfingaáætlun sem allir geta gert heima, ásamt kennslumyndbandi og fleira. Áætlunina köllum við Vektu líkamann – það virkjar hugann! og segja má að æfingarnar séu allar í anda Tracy en innanborðs erum við Guðbjörg Finnsdóttir íþróttakennari og einkaþjálfari, Sóley Elíasar og Solla Eiríks.
En þangað til… lestu meira um Tracy HÉR og sjáðu myndir af þessari litlu skeleggu konu sem meðal annars hefur verið valin einn af 100 árhrifamestu einstaklingum heims af Time Magazine:
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.