HEILSA: Þungateppi geta mögulega leyst meira en svefnvandamál

HEILSA: Þungateppi geta mögulega leyst meira en svefnvandamál

stress

Maria Elena, leikin af Penelope Cruz, var frekar stressuð þarna í myndinni Vicky, Christina, Barcelona eftir Woody Allen. Mögulega hefði teppið hjálpað til?

Við erum mörg sem glímum við streitu og svefnleysi og það eru ótal leiðir sem við förum til að reyna að líða betur. Hér langar mig að tala um “þungateppi” – stórmerkilega aðferð sem mögulega er vert að prófa.

Þetta hljómar ótrúlega einfalt, og kannski of ótrúlegt til að virka, en það er aðferð sem heitir deep pressure touch stimulation, (eða DPTS) og hún snýst um áhrif þess þegar yfirborðsþrýstingur er notaður, til dæmis eins og þegar maður tekur utan um manneskju til að róa hana eða þegar börn eru sett inn í vafningsteppi og/eða reifuð. Snertingin á að hafa jákvæð, róandi og afslappandi áhrif og við könnumst jú öll við þetta.

“Karen Moore iðjuþjálfi og upphafskona þess að nota þessa merkilegu aðferð segir að á geðdeild séu þessi teppi eitt það öflugasta verkfæri sem þau hafa til að hjálpa fólki sem hefur mikinn kvíða, í uppnámi og mögulega að missa stjórn á sér.”

Þungu teppin róa

Í þessu samhengi þá er talað um að svokölluð þungateppi (e. weighted blankets) geti haft góð áhrif. Þessi teppi hafa verið notuð hjá einstaka meðferðaraðilum en rannsóknir sýna æ betur hversu mikið þetta getur hjálpað. Teppin eiga að geta haft mjög jákvæð og róandi áhrif á fólk með skynjunar/tauga vandamál (e. sensory disorders), kvíða, streitu eða einhverfu.

weighted-blanket-300x300
Þungateppi geta hjálpað til við streitu, kvíða, einhverfu, svefnleysi, óöryggi og margt fleira.

Hví ekki að prófa?

Eftir að hafa lesið reynslusögur þótti mér mikil ástæða til að skrifa um þetta.

Maður kannast við að liggja undir hlýrri, þungri sæng og hvernig áhrifin af því geta verið góð. Reyndar hef ég ekki prófað svona sérhannað teppi en ef svona einföld lausn getur hjálpað einhverjum þá væri synd að prófa þetta ekki.

Karen Moore
 iðjuþjálfi og upphafskona þess að nota þessa merkilegu aðferð segir að á geðdeild séu þessi teppi eitt það öflugasta verkfæri sem þau hafa til að hjálpa fólki sem hefur mikinn kvíða, í uppnámi og mögulega að missa stjórn á sér.

Þegar maður hugsar um þetta þá virðst það mjög skiljanlegt að svona aðferð skuli virka vel. Þegar þér líður illa og ert að missa stjórn á þér getur verið gott að hafa eitthvað sem umvefur og róar.

teppiÞegar skoðuð eru áhrif þess á líkamann virkar DPTS víst svipað og að fá nudd. Það gefur þér öryggi sem eykur serótónín framleiðslu í líkamanum sem kemur þér í betra skap og svo framvegis.

Það er hægt að nálgast svona teppi á mörgum stöðum eða hægt að búa það til sjálf. Og nú er bara að byrja!

Karen tekur þó fram að það sé gott að ræða þetta við lækninn, t.d. ef þú hefur aðra sjúkdóma sem þola illa aukinn hita, þrýsting og annað.

Nánari rannsóknir sem hafa verið gerðar um þetta má nálgast hér og hér  og einnig má lesa forvitnilega grein hér á FORBES þar sem fjallað er um þungu teppin í samhengi við uppeldi barna, einhverfu og fleira.

Share on facebook
Deila á Facebook
Share on twitter
Deila á Twitter
Share on pinterest
Deila á Pinterest