Það er gott að láta minna sig á hvernig við förum að því að losna við umfram fitu og hvað tekur langan tíma að brenna einni lítilli saklausri smáköku sem er 50 hitaeiningar.
Kleinuhringirnir á Dunkin Donuts eru frá 230 til 480 kaloríur stykkið. Ef maður borðar 6 á viku í heilt ár, þá eru það ca 72-150 þúsund kaloríur. Það gæti þýtt að maður þyrfti að sippa samfellt í tvær vikur til að brenna þessum ársbyrgðum.
Hún Guðbjörg Finnsdóttir íþróttakennari er alveg með þetta á hreinu en hún gerði þessa frábæru samantekt yfir það hvað hitaeiningarnar okkar kosta í raun og veru.
„454 gr af fituvef innheldur 3.500 kaloríur og til að losna við þær þarf fólk að neyta 3.500 færri kaloríum en það brennur. Að jafnaði nægir að draga úr neyslunni um 500 kaloríur á dag til að losna við eitt pund á viku. Þegar metnar eru kaloríur umfram orkuþörf getur verið nauðsynlegt að átta sig á hvað mikið þarf að ganga eða hlaupa þær af sér.”
Til að brenna upp:
Tíu stk. kartöfluflögum (115 kal) þarf að ganga 44 mín, eða skokka í 13 mín.
Stórum bjór eða kóla (150 kal) þarf að ganga 58 mín, eða skokka 16 mín.
Ein sneið pizza kjarngóð (300 kal) þarf að ganga 2 klst, eða skokka í 33 mín.
Ís bolli (um 2 kúlur 200 kal.)þarf að ganga 76 mín, eða skokka í 22 mín.
Ein smákaka (50 kal.) þarf að að ganga 20 mínútur eða skokka í 5 mín.
Ráð sérfræðinga er sem fyrr minni neysla og meiri líkamsþjálfun til að styrkar og viðhalds vöðvum þar sem fitubrennslan fer fram.
Aðrir ávinningar líkamsþjálfunar eru minni matarlyst, minni streita og streitutengd matarlyst og betri líkamleg líðan.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.