Það getur verið svolítið flókið að koma sér inn í heilsusamlegt líferni og oft vill maður flækja hlutina heldur mikið fyrir sér. Veit ekkert hvar á að byrja, finnst þetta allt voða flókið.
Galdurinn er fyrst og síðast skipulag. Skipulag, skipulag, skipulag.
Ef þig langar ekki til að ranka við þér, kafrjóð með kexpakka í fanginu þá þarftu að sjá til þess að hann sé ekki í boði og það sem meira er, þú þarft að vita hvað á að koma í staðinn OG það verður að vera næstum jafn auðvelt að fá sér það og kexið.
Þar kemur skipulagið og undirbúningurinn inn.
Ég sá þetta snilldarráð á netinu í morgun og ætla að tileinka mér fyrir næstu safadaga.
Setja saman blöndur af ávöxtum/grænmeti í frystipoka og setja í frystinn. Þetta geta verið nokkrar tegundir, t.d grænt búst eða berja búst (banani, berjablanda og möndlumjólk/prótein).
Banana er hægt að taka úr hýðinu, skera í bita og frysta, og það má setja saman frosið og ferskt. Svo er bara að bæta út í þetta próteini og vökva og njóta.
Gera sjö eða fjórtán poka, einn eða tvo fyrir hvern dag vikunnar! Þá ertu líka búin að afgreiða tvær máltíðir og þarft ekki að hugsa meira um það.
Undirbúningurinn tekur í mesta lagi 30 mínútur er frá er talin búðarferðin. Snilld!
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.