Ég rakst á þessar myndir í símanum mínum um daginn og rifjaði upp hvað ég var á svakalega fínu mataræði í fyrra. Svona þegar ég tók mig aðeins á.
Ég byrjaði að taka þessar myndir í símann áður en ég uppgötvaði TwoGrand appið sem heitir núna iFood eða eh álíka. Fannst það kannski bara sniðugasta leiðin til að halda matardagbók, að taka myndir af öllu sem ég borðaði.
Mikið fljótlegra en að vera að pikka þetta allt inn skriflega og ekkert mál þá að fylgjast með hvort maður var að borða nóg af grænu og góðu. Maður horfði bara á myndirnar.
Brúnir dagar mættu vera betri
Slæmir dagar voru svona mestmegnis brúnirleitir dagar. Maður á ekki að borða of mikið brúnt (brauð og kjöt). Litir eru málið. Nógu mikið af litum í mataræði (ekki skittles samt) og þá er maður í fínum málum. Ferskt og allskonar liti.
Hér sérðu amk nokkrar myndir. Við erum að tala um nóg af avocado, fína grauta, eggjakökur úr hvítum, Fin Crisp (besta kex jarðar), svart kaffi, sykurlausa sultu, próteinpönnsur, súkkulaðihúðuð ber og voðalega mikið af hnetusmjöri. Tvær myndir eru svo skjáskot af Two Grand appinu sem ég notaði grimmt en heitir núna YouFood (já einmitt…).
Spurning um að taka þessa góðu siði upp aftur? Guðbjörg Finns yrði amk stolt af mér 😃
Ég er af X-kynslóð, elska 70’s tónlist, finnst gott að fara í sund á kvöldin og á erfitt með arfa i görðum. Kýs fjölbreyti í lífið. Kann eina Eminem plötu utanað. Hef thing fyrir Marilyn Monroe, áhuga á feminisma og svona sitthvað fleira.