Nú er desember mánuður og margar standa í eldhúsinu fram á nótt við smákökubakstur og drekka svo kakó með afrakstrinum næsta dag.
Svo eru það jólahlaðborð, konfektkassar, laufabrauð og já – jólabjórinn. Jólahefðarinnar vegna er allt sem var lagt á sig í ræktinni í haust látið fjúka fyrir lítið en auðvitað á að vera hægt að stilla þessu öllu í hóf. Og það er algjör óþarfi að hætta að æfa. Það er það eina sem þarf er að ekki ætla sér of mikið!
Eva Björnsdóttir, íþróttakennari, flugvirki og heilsuáhugakona mælir með því að við gerum æfingar að minnsta kosti þrisvar í viku en ef vikan er mjög mikið plönuð að nota þá líka helgar. Þá eru komnir tveir dagar og svo er bara að velja einn vikudag.
Ef fólk segist ekki hafa tíma til að æfa er til dæmis hægt að fara í bólið kl 22:00, vakna svo klukkan sex næsta morgun og gera æfingarnar í stofunni meðan annað heimilisfólk sefur.
Sumir halda að það sé erfitt að gera æfingar heima en það venst mjög fljótt þegar þú áttar þig á því hversu mikinn tíma þú sparar með því.
Stærstu afsakanirnar eru alltaf tími og það tekur akkúrat engan tíma að gera þetta heima. 20 mínútur er eitthvað sem allir hafa, ekki satt? Það er sami tími og það tekur að keyra í ræktina fyrir utan að þar er kannski einhver ákveðinn hóptími sem hentar ekki tímalega eða æfingalega.
Svo er auðvitað málið að pæla aðeins í hvað maður fer í mörg jólahlaðborð og hvað maður drekkur mikla jólaglögg í Desember?
Þið sem eruð mjög vinsælar og farið nokkrum sinnum í viku fram að jólum þurfið auðvitað að passa ykkur í mataræðinu, annars hafa æfingarnar ekkert að segja nema styrkja vöðvana.
Eva mælir með því að við ákveðum fyrirfram hvað við ætlum að leyfa okkur og hvað ekki svo manni líði ekki eins og maður sé ALLTAF á bremsunni. Og auðvitað á aldrei að mæta í veislu með tóman maga.
Ef þig vantar æfingar að gera heima þá getum við mælt með t.d. www.fitnessblender.com og HomeWorkouts.
Fjölbreytileiki og góður fílíngur er mottó Pjattsins. Engar smellabeitur, bara endalaust af góðu efni, blogg, pistlar, uppskriftir, heilræði, heilsutips, menning, bækur, andlega hliðin og allskonar, allskonar enda höfum við verið í loftinu síðan 2009.