Góðan daginn og alltaf er nú gott að byrja mánudaginn vel með hreyfingu!
Ég fékk fyrirspurn með morgunkorn og í framhaldi fór ég að skoða betur innihaldslýsingar á pökkunum.
Það getur blekkt okkur ef við sjáum að varan er auglýst sem organic eða lífræn og þá er það oft samasem holl vara. Í þessu tilviki var um múslí að ræða og það reyndist með sykur sem næstmesta innihald!
Í upptalningu á innihaldi er alltaf talið frá þeirri röð sem mest er af í vörunni.
Því er mikilvægt að skoða miðana og vita hve hitaeiningamagnið er mikið, sykurinn og svo hvort fitan sé mettuð eða ómettuð. Sykurinn leynist víða og fituna viljum við hafa sem mest ómettaða.
Ég sendi á ykkur HÉR link frá Matís og sem sýnir næringarefnatöfluna í helstu fæðutegunum okkar.
Mjög gott að fletta í henni og mikið notuð í næringarfræðiáföngum í skólum landsins. Hvet ykkur til að skoða og sjá innihaldið í þeim vörum sem við erum mest að borða.
Guðbjörg er iþróttakennari frá Íþróttakennaraskóla Íslands. Hún hefur verið í líkamsræktarbransanum frá því árið 1989. Alltaf tilbúin að taka að sér krefjandi verkefni. Haldið ýmis þjálfaranámskeið fyrir þolfimikennara og einkaþjálfara auk þess að vera stundakennari við HR íþróttafræði. Undanfarin 19 ár hefur hún starfað með Agústu Johnson en nú hefur hún stofnað sitt eigið fyrirtæki, G fit heilsurækt og elskar að taka þátt í vellíðan fólks og upplifa árangur í líkamsrækt. Guðbjörg á skilningsríkan eiginmann og þrjú yndisleg börn.